Biðja fólk um að koma ekki á lestarstöðina

Starfsmenn á vegum franska ríkislestarfyrirtækisins SNCF upplýsa farþega sem bíða …
Starfsmenn á vegum franska ríkislestarfyrirtækisins SNCF upplýsa farþega sem bíða brottfarar lesta sinna á Montparnasse lestarstöðinni í París. AFP/Thibaud Moritz

Jean-Pierre Farandou, framkvæmdastjóri franska rík­is­lestar­fyr­ir­tæk­is­in SNCF, segir árásarmennina hafa kveikt eld í leiðslum sem bera „öryggisupplýsingar til lestarstjóra“.

„Þetta er gríðarlegur fjöldi búnta af köplum. Við verðum að gera við eitt búnt í einu, þetta er handvirk aðgerð“ sem krefst aðkomu „hundruð starfsmanna,“ sagði Farandou, en umfangsmikil skemmdarverk voru framin á hraðlestarkerfinu í Frakklandi í nótt. 

Sagði Farandou að járnbrautarstarfsmenn sem sinntu næturviðhaldi í miðhluta Frakklands hafi komið auga á óviðkomandi fólk, sem síðan flúði þegar starfsmenn kölluðu á lögreglu.

Það er ljóst að það mun taka töluverðan tíma að …
Það er ljóst að það mun taka töluverðan tíma að koma kerfinu í samt lag. AFP/Thibaud Moritz

Ferðum frá París til London verið aflýst 

Christophe Fanichet, yfirmaður farþegaþjónustu SNCF, segir tafir á ferðum milli Parísar og norður- og austurhluta Frakklands geta tafist um í um eina til tvær klukkustundir. 

„Við biðjum fólk vinsamlega um að koma ekki á stöðina því ef þú hefur ekki heyrt frá okkur þá er lestin þín ekki á áætlun,“ sagði Fanichet í samtali við fréttamenn. Línan sem fer til suðustur Frakklands varð ekki fyrir skemmdum.

Þá hefur ferðum milli Parísar og London um Norður-Frakkland einnig verið aflýst, sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu Eurostar, auk þess sem tafir verða á öðrum ferðum þar sem lestirnar þurfa að fara yfir línur sem ekki eru ætlaðar hraðlestum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert