Hefur áhrif á 800 þúsund farþega

Farþegar í Gare Montparnasse lestarstöðinni í París í morgun.
Farþegar í Gare Montparnasse lestarstöðinni í París í morgun. AFP/Thibaud Moritz

Skemmdarverk sem framin voru á hraðlestarkerfi Frakka í nótt hefur haft áhrif á 800 þúsund farþega, að sögn franska ríkislestarfyrirtækisins SNCF.

Skemmdarverkin voru umfangsmikil og þarf að aflýsa og fresta fjölda lestarferða vegna þeirra. Gæti ástandið varað yfir helgina á meðan unnið er að lagfæringum.

Amélie Oudéa-Ca­stéra, ráðherra íþrótta­mála, sagði við BBC að enn væri verið að meta hvaða áhrif skemmdarverkin hafi á almenning sem og íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París. Halda á opnunarathöfnina í höfuðborginni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert