Leita þeirra sem stóðu að baki árásunum

Lest­ar­kerfið í Frakklandi er í upp­námi aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður …
Lest­ar­kerfið í Frakklandi er í upp­námi aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður en opn­un­ar­at­höfn Ólymp­íu­leik­anna verður hald­in í Par­ís. AFP/Abdesslam Mirdass

Franskar öryggissveitir leita nú þeirra sem standa að baki skemmdarverkum sem unnin voru á franska lestarkerfinu í nótt. 

„Leyniþjónusta okkar og löggæsla hefur verið virkjuð til að finna og refsa gerendum þessara glæpsamlegu athafna,“ skrifaði Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakka, á miðilinn X. 

Þá sagði hann árásirnar „skipulögð og samræmd skemmdarverk gegn rík­is­lestar­fyr­ir­tæk­inu SNCF, „með miklum og alvarlegum afleiðingum fyrir járnbrautarkerfið. 

Umfangsmikil skemmdarverk voru framin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt. Er kerfið í uppnámi eftir árásirnar og einungis nokkrar klukkustundir í opnunarhátið Ólymp­íu­leik­anna sem haldin verður í París í kvöld. 

Skemmdaverkin hafa áhrif á 800 þúsund farþega, að sögn franska rík­is­lestar­fyr­ir­tæk­is­ins SNCF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert