Miklar líkur á úrhelli á opnunarhátíðinni

Miklar líkur eru taldar á talsverðri rigningu á opnunarhátíð Ólympíuleikanna …
Miklar líkur eru taldar á talsverðri rigningu á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í kvöld. AFP/Julien De Rosa

Franska veðurstöðin La Chaine Meteo segir 70-80% líkur á í meðallagi til mikillar rigningar á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París í kvöld. 

„Það er enn óvissa um feril og nákvæma staðsetningu,“ regnstormsins segir í færslu veðurfræðingsins Cyrille Duchesne í færslu á vefsíðu veðurstöðvarinnar.

Sumar spár geri ráð fyrir því að París verði á mörkum rigningarinnar á meðan aðrar spár gera ráð fyrir 15-20 millimetra rigningu, eða 10 daga rigningu á tveimur til þremur klukkustundum. 

Heita og sólríka veðrið mun ekki láta sjá sig 

Búist er við því að hundruð þúsunda manna muni mæta til að horfa á ólympíukeppendur sigla niður Signu í bátum á opnunarhátíð leikanna. Þá fylgjast hundruð milljóna manna um allan heim með opnunarhátíðinni í sjónvarpi. 

„Heita og sólríka veðrið sem við vorum kannski að vonast eftir á þessum árstíma mun ekki sína sig,“ sagði Duchesne. 

Veðurspá veðurstöðvarinnar Meteo France var þó aðeins frábrugðnari veðurspá La Chaine Meteo, því sú fyrrnefnda spáir mildri til miðlungs rigningu í kvöld. 

„Vindur verður áfram lítill og hiti um 20 gráður, með skýjum á himni,“ sagði í spá Meteo France. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert