Obama lýsir loksins stuðningi við Harris

Barrack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
Barrack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, AFP

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur lýst stuðningi sínum við Kamölu Harris varaforseta sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Það tók ekki lang­an tíma fyr­ir rík­is­stjóra og þing­menn Demó­krata­flokks­ins að lýsa stuðningi við Harris sem forsetaframbjóðanda flokks­ins.

En Barack Obama hafði enn ekki lýst yfir stuðningi við hana fyrr en í morgun og minntist ekki á hana í kveðjum sínum til Joe Bidens Bandaríkjaforseta, sem tilkynnti nýlega að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri.

Obama hefur stillt sér upp sem hlutlausum forystumanni í flokknum og verið hlutlaus í forvali Demókrataflokksins síðan hann lét af embætti.  Á lands­fundi demó­krata í næsta mánuði verður for­setafram­bjóðandi flokks­ins út­nefnd­ur og Kamala Harris er sú eina í fram­boði að svo stöddu.

Birti símtal við Obama-hjónin

Í dag birti kosningateymi Harris myndskeið af símtali milli Harris og Obama-hjónanna sem átti sér stað á miðvikudaginn þegar varaforsetinn var í Indianapolis.

„Við hringdum til að segja að við Michelle [Obama fyrrverandi forsetafrú] gætum ekki verið stoltari af því að styðja þig og gera allt sem við getum til að koma þér í gegnum þessar kosningar og inn á forsetaskrifstofuna,“ sagði Obama.

Harris svaraði: „Þakka ykkur báðum fyrir! Ég met þess mikils.“

Obama-hjónin hafa nú gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast ætla að gera allt sem þau geta til að gera Harris að næsta forseta Bandaríkjanna. „Og við vonum að þú sláist til liðs við okkur.“

Varaforsetinn hefur þegar fengið stuðning frá Bill Clinton, fyrrverandi forseta, og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda flokksins 2016, auk þess sem Harris hefur hlotið mikinn stuðning frá demókrötum á fulltrúaþingi og öldungadeildi.

Á mánudag hafði hún tryggt sér nægilega mikið fylgi frá demókrötum til að verða frambjóðandi flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert