Rússar ekki upplýstir um handtöku rússnesks manns

Maðurinn er grunaður um að skipuleggja „umfangsmiklar“ aðgerðir til að …
Maðurinn er grunaður um að skipuleggja „umfangsmiklar“ aðgerðir til að slá setningarathöfn Ólympíuleikanna úr jafnvægi. AFP

Rússnesk stjórnvöld segjast ekki hafa verið upplýst um að rússneskur maður hefði verið handtekinn í París í síðustu viku, þar sem hann er grunaður um að hafa skipulagt umfangsmiklar aðgerðir til að slá setningarathöfn ólympíuleikanna úr jafnvægi.

Eins og greint var frá í gærkvöldi hefur rússneskur kokkur og fyrrverandi lögfræðingur að nafni Kírill Gjasnov verið handtekinn í París. Fjölmiðlar í Evrópu greinar frá því hafi fengið skip­an­ir frá Kreml um að slá opn­un­ar­hátíð Ólymp­íu­leik­anna „úr jafn­vægi“ í dag.

Fransk­ar ör­ygg­isþjón­ust­ur hafa nú hand­tekið Grjasnov og fundið nægi­leg sönn­un­ar­gögn til að ákæra hann fyr­ir njósn­ir, að sögn Insi­der, sem greina frá því að hann hafi upp­ljóstrað um áform sín er hann var ölvaður í Búlgaríu.

Sendiráð Rússa ekki upplýst

„Við höfum engar upplýsinga. Við sáum fréttirnar í fjölmiðlum [...] Okkar sendiráð hefði átt að vera upplýst um handtökuna. Við vonum að það fái upplýsingarnar,“ sagði Dmítrí Peskov, talsmaður Kremlar, á blaðamannafundi.

Sameiginleg rannsókn þýska blaðsins Der Spiegel, franska blaðsins Le Monde og rússneska fjölmiðilsins Insider bendir til þess að Grjasnov hafi sterk tengsl við yf­ir­menn rúss­nesku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FSB, og leyniþjón­ustu rúss­neska hers­ins, GRU.

„Frakk­arn­ir munu fá opn­un­ar­hátíð sem aldrei fyrr,“ hefur Insider eft­ir Grjasnov úr sam­tali sem hann átti við yf­ir­mann sinn í FSB fyr­ir tveim­ur mánuðum.

Spenna í kringum Ólympíuleikana

Í dag hefjast sum­arólymp­íu­leik­arn­ir í Par­ís og ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir hafa verið aukn­ar um­talsvert. Tugþúsund­ir lög­reglu­manna hafa verið kallaðar út og um millj­ón gesta hef­ur verið skimuð til varúðar. Fimm þúsund­um hefur manns þegar verið meinað að sækja leik­ana.

Þar af er fimmt­ung­ur grunaður um „af­skipti að utan – við get­um sagt njósn­ir“ að sögn Gér­ald Dar­man­in, inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands.

Þá hafa skemmd­ar­verk­ sem unn­in voru á franska lest­ar­kerf­inu í nótt sett samgöngur í hálfgert uppnám í landinu. Aflýsa hefur þurft einhverjum lestarferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert