Saksóknaraembættið hefur rannsókn á spellvirkjunum

Farþegar bíða ferða sinna á brautarpöllum á Bordeaux-Saint-Jean lestarstöðinni í …
Farþegar bíða ferða sinna á brautarpöllum á Bordeaux-Saint-Jean lestarstöðinni í Bordeaux, vesturhluta Frakklands. AFP/Christophe Archmbault

Saksóknaraembættið í París hefur hafið rannsókn á spellvirkjunum á járnbrautarkerfið í borginni. 

Í tilkynningu frá embættinu segir að rannsókn sé hafin á meintu tilræði til að grafa undan „grundvallarþjóðarhagsmunum“ í kjölfar skemmdarverka sem unnin voru á lestarkerfinu í nótt með þeim afleiðingum að hraðlestarkerfi Frakklands lamaðist. 

Þá verður meint tjón af völdum skipulagðs glæpagengis og spellvirkja á sjálfvirku gagnavinnslukerfi jafnframt rannsakað, að sögn Laure Beccuau, saksóknara Parísar. 

Geta átt yfir höfði sér 20 ár í fangelsi

Franski fréttamiðillin LeMonde greinir frá því að um sé að ræða glæp sem getur varðað allt að 15 ára fangelsisrefsingu og sekt upp á 225.000 evrur, eða tæpar 35 milljónir íslenskra króna. 

Til viðbótar segir í tilkynningunni að þeir sem fremji glæpi sem fela í sér „eyðileggingu, eða tilraun til eyðileggingar, með hættulegum hætti í skipulögðum hópi,“ geti átt yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm og sekt upp á 150.000 evrur, eða um 23 milljónir íslenskra króna. 

Skipulögð og samræmd skemmdarverk 

Spellvirkin voru framin í nótt og segir Jean-Pier­re Far­andou, fram­kvæmda­stjóri franska rík­is­lest­ar­fyr­ir­tæk­is­in SNCF, árás­ar­menn­ina hafa kveikt eld í leiðslum sem bera „ör­ygg­is­upp­lýs­ing­ar til lest­ar­stjóra“.

Fransk­ar ör­ygg­is­sveit­ir leita nú þeirra sem standa að baki spellvirkjanna og Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands að um sé að ræða skipulögð og samræmd skemmdarverk gegn rík­is­lest­ar­fyr­ir­tæk­inu SNCF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert