Samþykkja að skattleggja „ofurríka"

Fernando Haddad fjármálaráðherra Brasilíu og Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna á …
Fernando Haddad fjármálaráðherra Brasilíu og Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fundinum í Brasilíu. AFP

Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna samþykktu á fundi í Rio de Janiero í Brasilíu kvöld að vinna saman að því að skattleggja ofurríka einstaklinga.

„Með fullri virðingu fyrir sjálfstæðum skattkerfum munum við reyna að vinna saman að því að tryggja að ofurríkir einstaklingar séu skattlagðir með skilvirkum hætti,“ segir í lokayfirlýsingu fundarins.

G20 er bandalag stærstu hagkerfa heims, 19 ríkja, Evrópusambandsins og Afríkusambandsins.

Fernando Haddad, fjármálaráðherra Brasilíu sagði á blaðamannafundi eftir ráðherrafundinn, að ríkin hafi sammælst um að vinna að réttlátara, gegnsærra og jafnara skattakerfi, sem nái meðal annars til þeirra ofurríku og þeir verði að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélög sem byggi á sjálfbærni og jafnrétti.  

Umræðan um hvernig ætti að ná til milljarðamæringa, sem hafa komið sér hjá skattgreiðslum, var aðalumræðuefni fundarins. Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, sem fer með forsæti G20 ríkjahópsins þetta árið, lagði mikla áherslu málið og vonaðist eftir því að samkomulag næðist um lágmarksskatt, sem næði til auðmanna. Um það voru skiptar skoðanir og lokayfirlýsing fundarins endurspeglar málamiðlun sem náðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert