Spellvirkin hafi engin áhrif á setningarathöfnina

Borgarstjóri Parísar segir spellvirkin ekki koma til með að hafa …
Borgarstjóri Parísar segir spellvirkin ekki koma til með að hafa áhrif á opnunarhátíð Ólympíuleikanna. Samsett mynd/AFP/Cristophe Petit Tesson/Christophe Archmbault

Anna Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir spellvirkin sem gerð voru á járnbrautarkerfið í París ekki koma til með að hafa áhrif á setningarathöfn Ólympíuleikanna sem haldin verður í kvöld. 

Þessi „óásættanlegu“ skemmdarverk „hafa engin áhrif á samgöngukerfið“ í frönsku höfuðborginni, sagði Hidalgo í samtali við spænska fjölmiðla í kjölfar fundar sem hún átti með Felipe VI spánarkonungi. 

Leita þeirra sem bera ábyrgð 

Spellvirki voru framin á járnbrautarkerfið í París í nótt. Ekki liggur fyrir hver eða hversu margir bera ábyrgð á spellvirkjunum, en franskar öryggissveitit leita nú þeirra sem standa að baki þeirra. 

Þá hefur saksóknaraembættið í París hafið rannsókn á spellvirkjunum. Í til­kynn­ingu frá embætt­inu seg­ir að rann­sókn sé haf­in á meintu til­ræði til að grafa und­an „grund­vall­arþjóðar­hags­mun­um“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert