Snýr aftur á staðinn þar sem hann var skotinn

Nokkrum sekúndum eftir að Donald Trump var skotinn.
Nokkrum sekúndum eftir að Donald Trump var skotinn. AFP

Donald Trump forsetaframbjóðandi hyggst snúa aftur í bæinn þar sem hann var skotinn og halda kosningafund til að heiðra minningu mannsins sem var myrtur og hinna tveggja sem særðust í banatilræðinu. 

Aðeins tvær vikur eru síðan að Matthew Crooks reyndi að ráða Trump af dögum í bænum Butler í Pennsylvaníuríki.

Trump var skotinn í eyrað en Corey Comperatore, stuðningsmaður á kosningafundinum, var einnig skotinn og lést. 

Á landsfundi repúblikana í síðustu viku var slökkviliðsgalli Coreys á …
Á landsfundi repúblikana í síðustu viku var slökkviliðsgalli Coreys á sviðinu er Trump hélt ræðu. AFP/Getty Images/Andrew Harnik

Ætlar að halda „stóran og fallegan“ fund

Á samfélagsmiðlinum Truth Social sagði Trump að hann myndi halda „stóran og fallegan“ kosningafund til að heiðra Corey og hina sem sem særðust.

Com­peratore skil­ur eft­ir sig eig­in­konu og tvær dæt­ur. Hann var á fund­in­um ásamt eig­in­konu sinni og einni dótt­ur og lést við að skýla þeim fyrir byssukúlunum. 

Trump sagði ekki hvenær fundur myndi fara fram.

Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn.
Donald Trump skömmu eftir að hann var skotinn. AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

Forstjórinn sagði af sér

Margar spurningar hafa vaknað um það hvernig Crooks tókst að ná að skjóta Donald Trump og á dögunum sagði Kimberly Cheatle, for­stjóri banda­rísku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar Secret Service, af sér eftir ákall um slíkt frá bæði demókrötum og repúblikönum.

Sagði hún sjálf að árásin væri „veiga­mestu mis­tök ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar í ára­tugi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert