Annað skemmdarverk framið í Frakklandi

Enginn hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á skemmdarverkinu …
Enginn hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á skemmdarverkinu sem framið var í nótt. AFP

Skemmdarverk voru framinn á ljóðsleiðarakerfi á sex svæðum í Frakklandi í nótt. Um er að ræða annað spellvirkið á skömmum tíma í landinu en aðeins eru þrír dagar liðnir síðan framin voru skemmdarverk á hraðlestarkerfi landsins.

Að sögn lögreglu urðu nokkur fjarskiptafyrirtæki fyrir árásinni en sluppu fyrirtækin þó við meiriháttar truflanir. Enn var hægt að tengjast neti á svæðunum í gegnum neyðarleiðir, en þó var eitthvað um tafir.  

Svæðin sem um er að ræða eru Bouches-du-Rhône, Aude, Oise, Hérault, Meuse og Drôme. Talsmaður SFR, eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Frakklands, segir að skorið hefði verið á stóran hluta netkapla og til þess þyrfti að notast við öxi eða álíka tól. Hafin er vinna við lagfæringar á köplunum. 

Enginn lýst yfir ábyrgð

Ekki er komið á hreint hvort lögreglan í Frakklandi tengi saman árásirnar við fyrri spellvirki sem framin voru á lestarinnviðum. Hafa nokkrir stjórnmálamenn landsins ýjað að því að öfga-vinstri aðgerðasinnar hafi staðið að baki fyrra spellvirkisins.

Enn sem komið er hafa engir aðilar stigið fram og lýst yfir ábyrgð á spellvirkinu sem framið var í nótt.

Ólympíuleikarnir fara nú fram í París um þessar mundir, en skemmdarverkin á ljósleiðarakerfunum hafði engin áhrif í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert