Fyrrum fréttaþulur BBC fer fyrir dómstóla

Atvikin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2020 …
Atvikin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2020 til 2022. AFP

Huw Edwards, fyrrum fréttaþulur hjá BBC, hefur verið ákærður í þrem ákæruliðum fyrir að hafa greitt ungmennum háar fjárhæðir í skiptum fyrir kynferðisleg myndefni. Nokkur atvik er um að ræða sem eiga að hafa átt sér stað frá árunum 2020 til 2022.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum. 

Edwards mætir fyrir dóm í Westminister á miðvikudag. Sé hann fundinn sekur á hann yfir sér sex mánaða fangelsisdóm ásamt því að greiða háa fjársekt. 

Launahæsti starfsmaður BBC

The Sun greindi fyrst frá málinu í júlí í fyrra þar sem rætt var við móðir ungmennis sem sagði frá reynslu ungmenni síns af Edwards. Í kjölfarið stigu fleiri fram sem áttu svipaða sögu að segja. 

BBC sendi Edwards í launalaust leyfi eftir að ásakanirnar komu út. 

Hann var svo handtekinn 8. nóvember í fyrra og sagði upp starfi sínu hjá BBC í apríl eftir að hafa starfað þar í 40 ár. Edwards var einn af launahæstu starfsmönnum BBC og fékk rúmlega 75 milljónir króna í laun árið 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert