Maduro lýstur sigurvegari kosninganna

Maduro segist hafa fengið flest atkvæði.
Maduro segist hafa fengið flest atkvæði. AFP/Juan Barreto

Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, hefur lýst yfir sigri í for­seta­kosn­ingum sem fóru þar fram í gær. 

Yfirkjörstjórn segir Maduro hafa fengið 51,2% greiddra atkvæða, en Edmundo Gonzalez Urrutia hafa fengið 44,2%.

Stjórnarandstaðan í Venesúela hafnar þessu og segir Gonzalez Urrutia vera nýkjörinn forseta. 

Edmundo Gonzalez Urrutia er hér til vinstri á myndinni.
Edmundo Gonzalez Urrutia er hér til vinstri á myndinni. AFP/Federico Parra

Maduro hef­ur verið við völd frá árinu 2013. Mikl­ar áhyggj­ur hafa sprottið upp um lög­mæti niðurstaðna kosn­ing­anna en talið er að átt hafi verið við niður­stöður síðustu for­seta­kosn­inga árið 2018, þær hafi hvorki verið frjáls­ar né sann­gjarn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert