Forseti Venesúela, Nicolas Maduro, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum sem fóru þar fram í gær.
Yfirkjörstjórn segir Maduro hafa fengið 51,2% greiddra atkvæða, en Edmundo Gonzalez Urrutia hafa fengið 44,2%.
Stjórnarandstaðan í Venesúela hafnar þessu og segir Gonzalez Urrutia vera nýkjörinn forseta.
Maduro hefur verið við völd frá árinu 2013. Miklar áhyggjur hafa sprottið upp um lögmæti niðurstaðna kosninganna en talið er að átt hafi verið við niðurstöður síðustu forsetakosninga árið 2018, þær hafi hvorki verið frjálsar né sanngjarnar.