Mótmælt í Venesúela: „Þeir stálu kosningunum“

Þó margir óttist afleiðingar þess að mótmæla þá hafa mótmælin …
Þó margir óttist afleiðingar þess að mótmæla þá hafa mótmælin verið fjölmenn í dag. AFP/Raul Arboleda

Íbúar í Venesúela hafa mót­mælt í dag í kjöl­far þess að þarlend stjórn­völd til­kynntu að sósí­alist­inn Nicolas Maduro hefði unnið for­seta­kosn­ing­arn­ar í gær, þvert á það sem út­göngu­spár og skoðanakann­an­ir bentu til.

Ang­elika Daron sagðist í sam­tali við AFP-frétta­stof­una hafa starfað sem eft­ir­litsmaður í kosn­ing­un­um fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna og að henn­ar mati hefði Ed­mundo Gonzá­lez Urrutia, for­seta­efni stjórn­ar­and­stöðunn­ar, unnið stór­sig­ur.

„Þeir stálu kosn­ing­un­um,“ sagði hún grát­andi á gang­stétt í höfuðborg­inni Caracas.

Gert út af við drauma ung­menna

Lands­kjör­stjórn í Venesúela, sem ein­ung­is er skipuð sam­flokks­mönn­um Maduros, hef­ur gefið út að Maduro hafi fengið 51,2% greiddra at­kvæða, en Gonzá­lez, hafi fengið 44,2%. Víða hafa þjóðarleiðtog­ar dregið þess­ar niður­stöður í efa og hvatt til þess að óháðir eft­ir­lits­menn fái að telja at­kvæðin.

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, kvaðst hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því að upp­gefn­ar niður­stöður væru ekki hinar raun­veru­legu niður­stöður.

Mari­ana Perez, 21 árs göm­ul búðar­kona, sagði að niðurstaðan hefði gert út af við drauma margra ung­menna sem voru vongóð um að bjart­ari framtíð væri hand­an við hornið.

Víða hefur verið mótmælt í Venesúela í dag.
Víða hef­ur verið mót­mælt í Venesúela í dag. AFP/​Yuri Cortez

„Kjör­inn“ til árs­ins 2031

Á meðan marg­ir óttuðust að mót­mæla op­in­ber­lega var Jenny Gil á miðri götu í Caracas að berja í eld­húspott­inn og að mót­mæla.

„Ed­mundo [Gonzá­lez] vann. Ég var viðstödd á kjörstað í Andres Eloy skól­an­um og við töld­um at­kvæðin hvert á fæt­ur öðru og hann vann, ég hef sann­an­ir fyr­ir því að hann vann,“ sagði hún í sam­tali við AFP.

Maduro hef­ur verið við stjórn­völ­inn frá ár­inu 2013 og nú hef­ur hann, sam­kvæmt yfir­kjör­stjórn stjórn­valda, verið kjör­inn til árs­ins 2031.

Stjórnarandstaðan segir að sinn frambjóðandi hafi fengið um 70% atkvæða …
Stjórn­ar­andstaðan seg­ir að sinn fram­bjóðandi hafi fengið um 70% at­kvæða í raun­veru­leik­an­um. AFP/​Raul Ar­bo­leda

„Harðstjórn­in vinn­ur alltaf“

Staða efna­hags­mála í land­inu er slæm og hafa sjö millj­ón­ir manns, af 30 millj­ón rík­is­borg­ur­um, flúið landið á und­an­förn­um árum.

„Jafn­vel þótt ég elski landið mitt, veit ég að eina leiðin út er að yf­ir­gefa [landið],“ sagði hin 34 ára gamla Veruska Dona­do sem er hjúkr­un­ar­fræðing­ur.

„Harðstjórn­in vinn­ur alltaf og svindl vinn­ur alltaf,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert