Örugglega hægt að koma í veg fyrir stórstríð

John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, telur að árásin á Gólanhæðir …
John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, telur að árásin á Gólanhæðir komi ekki til með að hafa áhrif á samningaviðræður um vopnahlé. AFP/Jim Watson

Yfirvöld í Bandaríkjunum telja að örugglega sé hægt að koma í veg fyrir stórstríð á milli Ísrael og Hisbollah-samtakanna eftir loftárás á Gólanhæðir sem varð tólf ungmennum að bana í gær. 

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sakað samtökin um árásina, en samtökin neita sök. 

Hugmyndir um stórstríð ekki á rökum reistar

Talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, John Kirby, segir embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa staðið í viðræðum í kjölfar árásarinnar og að hugmyndir um stórstríð á milli Ísraels og Hisbollah séu ekki á rökum reistar. 

„Engin vill stórstríð og ég tel okkur örugglega getað komið í veg fyrir það,“ sagði Kirby. 

Hann sagði enn fremur að spennan eftir árásina á Gólanhæðir komi ekki til með að hafa áhrif á samningaviðræður um vopnahlé á Gasasvæðinu og lausn gíslanna í haldi Hamas-samtakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert