Segja Írani reyna að skaða framboð Trumps

Samband Bandaríkjanna við klerkastjórnina í Íran hefur aldrei verið gott …
Samband Bandaríkjanna við klerkastjórnina í Íran hefur aldrei verið gott en súrnaði allverulega þegar Trump var forseti og lét granda ír­anska her­for­ingj­an­um Qa­sem So­leimani. Samsett mynd/AFP

Íranir eru að reyna skaða forsetaframboð Donalds Trumps með áróðri á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum, að sögn embættismanna hjá skrifstofu æðsta yfirmanns leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna [e. ODNI].

Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa „fylgst með stjórnvöldum í Teheran vinna að því að hafa áhrif á forsetakosningarnar, líklega vegna þess að leiðtogar Írans vilja forðast“ aukna spennu í samskiptum við Bandaríkin, sagði embættismaður ODNI [Office of the Director of National Intelligence] á blaðamannafundi í dag.

Dagblaðið Wall Street Journal greinir frá.

Íranir hafna fullyrðingunum

Ekki var fullyrt beint að klerkastjórnin væri að reyna að grafa undan Trump, en embættismaðurinn sagði að núverandi aðgerðir þeirra samræmdust markmiðum þeirra fyrir kosningarnar 2020, þegar Íran reyndi við að skaða framboð Trumps.

„Við höfum ekki séð neina breytingu á vilja Írana“ frá árinu 2020, sagði hann.

Íranir hafna þessum fullyrðingum alfarið.

Rússar reyna að hjálpa framboði Trumps

Bandarískir leyniþjónustumenn hafa í þessum mánuði haldið tvo blaðamannafundi um tilraunir erlendra ríkja að hafa áhrif á kosningarnar í nóvember. Þeir ítrekuðu á mánudag að Rússar væru enn helsta ógnin við kosningarnar.

Þann 9. júlí sögðu embættismenn ODNI að rússnesk stjórnvöld væru að reyna að hafa áhrif á kosningarnar, Trump í vil, eins og árið 2016 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert