Bjargað við Grænland eftir nauðlendingu á sjó

Skipið Triton náði til flugmannanna á innan við 30 mínútum …
Skipið Triton náði til flugmannanna á innan við 30 mínútum frá lendingunni.

Tveggja sæta ferjuflugvél nauðlenti á sjó á milli Kanada og Grænlands í gær. Tveir hermenn danska sjó- og lofthersins á Grænlandi og Færeyjum, Arktisk Kommando, komu farþegum til bjargar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Arktisk Kommando þar sem saga björgunarinnar er rakin.

Flugmönnunum tókst að veifa til viðbragðsaðila úr björgunarbáti.
Flugmönnunum tókst að veifa til viðbragðsaðila úr björgunarbáti.

Samhæfð björgunaraðgerð

Neyðarkall barst frá flugvélinni sem var á leið frá Kanada til Narsarsuaq í suðurhluta Grænlands í gær. Viðbragðsaðilar voru fljótir til og komu auga á flugvélina áður en hún lenti í sjónum.

Vélin nauðlenti þar suðvestur af bænum Qaqortoq og gátu flugmennirnir veifað til viðbragðsaðila úr björgunarbáti.

Skipið Triton náði til þeirra á innan við 30 mínútum eftir lendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert