Cooper verður ekki varaforsetaefni Harris

Cooper styður Harris.
Cooper styður Harris. AFP/Getty Images/Sean Rayford

Roy Cooper, rík­is­stjóri Norður-Karólínu, sækist ekki eftir því að verða varaforsetaefni Kamölu Harris, vara­for­seta Banda­ríkj­anna sem sækist eftir því að verða for­setafram­bjóðandi demókrata. 

Þessu greinir hann frá í færslu á samfélagsmiðlinum X.

Cooper var á meðal þeirra sem stjórnmálaspekingar töldu líklegan til að verða fyrir valinu hjá Harris.

Í yfirlýsingu sinni segir Cooper að hann styðji framboð Harris. Það sé heiður að hann hafi verið íhugaður sem varaforsetaefni. Hins vegar sé þetta hvorki rétti tíminn fyrir Norður-Karólínu né hann sjálfan til að fara í framboð með Harris.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert