Fannst í anddyrinu með ör í bringunni

Lögregla við húsið þar sem mæðgurnar voru myrtar.
Lögregla við húsið þar sem mæðgurnar voru myrtar. AFP

Hannah Hunt var myrt ásamt systur sinni og móður í hrottalegri árás á heimili þeirra í byrjun mánaðar í Bretlandi. Hún lést af sárum sínum en þegar lögregla mætti á vettvang var hún enn á lífi, með ör úr lásboga í bringunni.

Telegraph greinir frá.

Árásin gerðist í húsi í Bushey í Hertfordskíri. Eins og fyrr segir voru kon­urn­ar mæðgur, Carol Hunt, sem var 61 árs göm­ul og tvær dæt­ur henn­ar, Hannah, 28 ára, og Louise, 25 ára.

Carol var stungin til bana á meðan dæturnar voru skotnar til bana með lásboga.

Náði að senda skilaboð

Málið vakti mikla athygli en eig­inmaður Carol og faðir systranna er John Hunt sem hef­ur fjallað um veðreiðar fyr­ir breska rík­is­út­varpið BBC.

Á meðan árásinni stóð náði Hannah Hunt að senda skilaboð á kunningja og biðja um hjálp. Í skilaboðunum sagði hún að búið væri að binda hana niður og bað hún kunningjann um að hringja á lögregluna og láta vita að árásarmaðurinn væri enn í húsinu.

Hannah Hunt tókst að hringja í neyðarlínuna og í símtalinu sagði hún að hún að mæðgurnar hefðu verið skotnar.

Kyle Clifford grunaður

Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir hana í anddyrinu á lífi með ör í bringunni, en hún lést fljótlega af sárum sínum.

Kyle Clifford, 26 ára gamall karlmaður, var handtekinn innan við sólarhring eftir árásina, grunaður um verknaðinn.

Hann var með ýmsa áverka á sér þegar lögreglan handtók hann og er hann enn að jafna sig á þeim. Talið er að hann hafi sjálfur veitt sér áverkana. 

Ljósmynd/Twitter/Lögreglan í Hertfordskíri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert