Hundruð handtekin í Venesúela

Varnarmálaráðherra Venesúela segir herinn styðja við Maduro skilyrðislaust.
Varnarmálaráðherra Venesúela segir herinn styðja við Maduro skilyrðislaust. AFP/Yuri Cortez

Lögreglan í Venesúela hefur handtekið 749 manns vegna mótmæla sem tengjast vafasömum kosningum í landinu. Líklegt þykir að fleiri verði handteknir.

Landskjörstjórn Venesúela tilkynnti í gærmorgun að sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, hefði hlotið meirihluta greiddra atkvæða.

Kjörstjórnin er skipuð samflokksmönnum Maduros og hefur stjórnarandstaðan í landinu, þjóðarleiðtogar víða um heim og íbúar dregið niðurstöður kosninganna í efa.

Báðir frambjóðendur hafa lýst sigri þar sem stjórn­ar­andstaðan seg­ir að sinn fram­bjóðandi hafi fengið um 70% greiddra at­kvæða.

Ríkissaksóknari Venesúela telur að fleiri verði handteknir á næstu klukkustundum.
Ríkissaksóknari Venesúela telur að fleiri verði handteknir á næstu klukkustundum. AFP/Federico Parra

Herinn hliðhollur Maduro

Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, telur að fleiri verði handteknir á næstu klukkustundum.

„Það eru 749 glæpamenn í haldi,“ sagði Saab og að flestir yrðu ákærðir fyrir borgaralega óhlýðni og sumir ákærðir fyrir hryðjuverk.

Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra Venesúela, hefur sagt að herinn sé algjörlega hliðhollur Maduro og styðji við hann skilyrðislaust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert