Hundruð handtekin í Venesúela

Varnarmálaráðherra Venesúela segir herinn styðja við Maduro skilyrðislaust.
Varnarmálaráðherra Venesúela segir herinn styðja við Maduro skilyrðislaust. AFP/Yuri Cortez

Lög­regl­an í Venesúela hef­ur hand­tekið 749 manns vegna mót­mæla sem tengj­ast vafa­söm­um kosn­ing­um í land­inu. Lík­legt þykir að fleiri verði hand­tekn­ir.

Lands­kjör­stjórn Venesúela til­kynnti í gær­morg­un að sitj­andi for­seta lands­ins, Nicolas Maduro, hefði hlotið meiri­hluta greiddra at­kvæða.

Kjör­stjórn­in er skipuð sam­flokks­mönn­um Maduros og hef­ur stjórn­ar­andstaðan í land­inu, þjóðarleiðtog­ar víða um heim og íbú­ar dregið niður­stöður kosn­ing­anna í efa.

Báðir fram­bjóðend­ur hafa lýst sigri þar sem stjórn­ar­andstaðan seg­ir að sinn fram­bjóðandi hafi fengið um 70% greiddra at­kvæða.

Ríkissaksóknari Venesúela telur að fleiri verði handteknir á næstu klukkustundum.
Rík­is­sak­sókn­ari Venesúela tel­ur að fleiri verði hand­tekn­ir á næstu klukku­stund­um. AFP/​Federico Parra

Her­inn hliðholl­ur Maduro

Tarek William Saab, rík­is­sak­sókn­ari Venesúela, tel­ur að fleiri verði hand­tekn­ir á næstu klukku­stund­um.

„Það eru 749 glæpa­menn í haldi,“ sagði Saab og að flest­ir yrðu ákærðir fyr­ir borg­ara­lega óhlýðni og sum­ir ákærðir fyr­ir hryðju­verk.

Vla­dimir Padr­ino, varn­ar­málaráðherra Venesúela, hef­ur sagt að her­inn sé al­gjör­lega hliðholl­ur Maduro og styðji við hann skil­yrðis­laust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert