Ísraelar ráðast að Beirút

Varnarmálaráðherra Ísraels segir að Hisbollah hafi farið yfir strikið.
Varnarmálaráðherra Ísraels segir að Hisbollah hafi farið yfir strikið. AFP/Anwar Amro

Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu loftárás á Beirút, höfuðborg Líbanon. Foringi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah er sagður vera þar. Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að tveir hafi fallið í árásinni.

Segir herinn foringjann bera ábyrgð á loftárás þar sem 12 börn voru drepin í bæ á Gólanhæðum í síðustu viku. Hisbollah hafa hafnað tengslum við árásina.

„IDF [herinn] gerði markvissa árás í Beirút á herforingjann sem bar ábyrgð á morði á börnunum í Majdal Shams og drápum á fjölda ísraelskra borgara til viðbótar,“ sagði herinn í yfirlýsingu. 

Segir Hisbolla hafa farið yfir strikið

AFP-fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni með tengsl við Hisbollah að tveir hafi verið felldir. 

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, skrifaði á X skömmu eftir árásina að Hisbollah hefði farið strikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert