Milljónir hunda skulu settir í athvörf eða lógað

„Mótmæli hafa geisað svo vikum skiptir vegna laganna. Hér má …
„Mótmæli hafa geisað svo vikum skiptir vegna laganna. Hér má sjá hund bera skilti með skilaboðunum: Dragið lögin til baka.“ AFP

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa samþykkt ný lög sem miðast að því að koma hundum á vergangi í athvörf eða lógað ef sjúkdómar eða hegðunarvandi er til staðar. Mikil óánægja hefur ríkt um nýju lögin og hafa mótmæli staðið yfir vegna laganna svo vikum skiptir.

Um 4 milljónir hunda ráfa um götur Tyrklands og er talið að 2,5 milljónir þeirra hafi verið geldir samkvæmt reglum fyrri löggjafar. Undir henni voru þeir einnig bólusettir og svo skildir eftir þar sem þeir fundust. Nýju lögin gera ráð fyrir því að fleiri dýraathvörf séu byggð víða um landið og hafa  bæjarfélög í Tyrklandi frest til ársins 2028 til þess að byggja athvörf fyrir hundana.

Gjarnan eins og gæludýr hverfisins

Tyrkir hafa gjarnan tekið hverfishundana að sér og hugsað um þá líkt og um gæludýr sé að ræða en mikil mótmæli hafa geisað vegna laganna. Í nýju lögunum segir að hundum sem sýni árásargirni eða séu haldnir ólæknandi sjúkdómum verði lógað.

Sem dæmi um það hversu órjúfanlegur hluti hundarnir eru af daglegu lífi í tyrkneskum borgum á borð við Istanbúl, þá hafa heimildamyndir verið gerðar um ferðir þeirra um götur borgarinnar.

Mótmælendur eru sagðir hafa áhyggjur af því að hundum verði frekar lógað að óþörfu en að þeim verði komið til hjálpar, eða þeir sendir í yfirfull athvörf. Í augnablikinu séu aðeins pláss til staðar fyrir um 105.000 hunda. Vænlegra sé að eyða meiri orku í að gelda hundana en að koma þeim fyrir í dýrathvörfum.

Flestir hundanna eru sagðir meinlausir en þó komi fyrir að þeir ráðist á fólk.

Reuters

Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert