Þyrla hrapaði á byggingu á Írlandi

Írska lögreglan er komin á vettvang í smábæ þar sem …
Írska lögreglan er komin á vettvang í smábæ þar sem þyrla hrapaði á svínabú. Ljósmynd/Wikipedia

Þyrla hrapaði á byggingu í Westmeath-sýslu á Írlandi á fjórða tímanum í dag. Yfirslökkviliðsstjóri á svæðinu segir að allir helstu viðbragðsaðilar séu á vettvangi. 

Talið er að nokkur fjöldi fólks hafi látist eða slasast en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu.

Írska ríkisútvarpið RTE greinir frá því að þyrlan hafi lent á svínabúi í bæjarlandinu Jórisbæ. 

Fimm sæta þyrla

Þá hefur írska rannsóknarnefnd flugslysa sent hóp eftirlitsmanna á vettvang.

Samkvæmt Flight Aware var þetta fimm sæta þyrla í eigu TVPX Aircraft Solutions í Utah-ríki í Bandaríkjunum.

Flugvélin hafði fyrr í dag flogið átta sinnum fyrir slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert