Brýnt að ná fram vopnahléi á Gasa eftir drápið

Blinken er staddur í Singapúr þar sem hann ræddi meðal …
Blinken er staddur í Singapúr þar sem hann ræddi meðal annars við Chan Heng Chee, fyrrum sendiherra Singapúr. AFP/Roslan Raham

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, segir brýnt að ná fram vopnahléi á Gasa eftir drápið á Hamas-leiðtoganum Ismail Haniyeh.

Hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as greindu frá því í morg­un að Han­iyeh hefði verið drep­inn í loft­árás Ísra­ela á Íran. Árás­in átti sér stað í Teher­an, höfuðborg Írans, þangað sem Haniyeh var mættur til að vera viðstaddur embætt­is­töku nýs for­seta lands­ins.

Rætt var við Blinken í Singapúr. Hann neitaði að tjá sig beint um drápið á Haniyeh, en sagði nauðsynlegt að ná fram vopnahléi á Gasa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert