Hryðjuverkasamtökin Hamas segja drápið á pólitískum leiðtoga þeirra, Ismail Haniyeh, færa stríðið við Ísrael á „nýtt stig“ og vara við afleiðingum þess fyrir botni Miðjarahafs.
„Þetta morð færir stríðið upp á nýtt stig og mun hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir allt svæðið,“ sagði í yfirlýsingu Ezzedine al-Qassam hersveitanna, en bardagamenn þeirra eiga í hörðum bardögum við ísraelska hermenn á Gasa.
Hryðjuverkasamtökin Hamas greindu frá því í morgun að Haniyeh hefði verið drepinn í loftárás Ísraela á Íran. Árásin átti sér stað í Teheran, höfuðborg Írans, þangað sem Haniyeh var mættur til að vera viðstaddur embættistöku nýs forseta landsins.
Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, heitir því að refsa Ísrael harðlega fyrir drápið.