Flugvél brotlenti á hollenskri hraðbraut

Slysið varð á hrauðbraut nærri borginni Breda í suðurhluta Hollands.
Slysið varð á hrauðbraut nærri borginni Breda í suðurhluta Hollands. Skjáskot/Google maps

Lítil flugvél brotlenti á hraðbraut í Hollandi í morgun. Flugmaðurinn lést en hann var einn um borð, að sögn viðbragðsaðila.

Slysið varð um klukkan 10.45 að íslenskum tíma á vegi A58 nærri borginni Breda í suðurhluta landsins, um 60 kílómetrum suður af Rotterdam.

Frekari upplýsingar um tildrög slysins liggja ekki fyrir, né um hvers konar flugvél hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert