„Hafa opnað dyr helvítis“

Ljóst er að mikil spenna ríkir í Mið-Austurlöndum eftir morðið.
Ljóst er að mikil spenna ríkir í Mið-Austurlöndum eftir morðið. AFP/Mohammed Abed

Utanríkisráðuneyti Íraks fordæmir drápið á Ismail Haniyeh, stjórnmálaleiðtoga Hamas-samtakanna, og segir það ógna þjóðaröryggi landsins.

Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að drápið sé skýrt brot á alþjóðalögum og ógn við stöðugleika á svæðinu. 

Þá hafa vígasamtökin Al-Nujaba, sem eru talin vera náinn bandamaður hernaðarafla Írana, gefið út yfirlýsingu í kjölfar drápsins þar sem meðal annars segir að „Síonistar og Bandaríkjamenn hafa opnað dyr helvítis.“  

Þriggja daga þjóðarsorg

Hryðjuverkasamtökin Hamas segja að Haniyeh hafi verið drepinn í árás Ísraela í Íran, en þar var hann til að vera viðstaddur embættistöku nýs forseta landsins. Ríkisstjórnin í Íran hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins. 

Ljóst er að mikil spenna ríkir í Mið-Austurlöndum í kjölfar morðsins og hafa bæði Hamas-samtökin og Íran hótað hefndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert