Hvetja ríkisborgara sína að yfirgefa Líbanon

Hátt í 1000 Svisslendingar eru búsettir í Líbanon
Hátt í 1000 Svisslendingar eru búsettir í Líbanon AFP

Yfirvöld í Sviss hvetja ríkisborgara sína sem eru búsettir í Líbanon að yfirgefa landið vegna óvissu sem ríkir á svæðinu.

Ísraelsher gerði árás á Beirút, höfuðborg Líbanon, í gær sem varð Faud Shukr, vígamanni Hisbollah-samtakanna, að bana. Ríkir óvissuástand í landinu og þykir líklegt að frekari átök brjótist út á næstu dögum. 

Hátt í 1.000 Svisslendingar eru búsettir í Líbanon, samkvæmt tölum frá alríkisráðuneytinu árið 2022. Þeir þurfa hins vegar að yfirgefa landið á eigin forsendum og munu yfirvöld í Sviss ekki veita neina sérstaka aðstoð. 

„Ákvörðunin um að yfirgefa landið er ákvörðun hvers og eins og er á ábyrgð og kostnað þeirra sem ákveða að gera það,“ segir í yfirlýsingu frá alríkisráðuneytinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert