Segja leiðtoga Hamas hafa verið drepinn

Ismail Haniyeh var leiðtogi Hamas.
Ismail Haniyeh var leiðtogi Hamas. AFP/Mohammed Abed

Hryðjuverkasamtökin Hamas segja pólitískan leiðtoga þeirra, Ismail Haniyeh, hafa verið drepinn í árás Ísraela í Íran. 

Samtökin segja Haniyeh hafa verið í Íran til að vera viðstaddur embættistöku nýs forseta landsins. Hamas hafa boðað hefndaraðgerðir.

Samkvæmt fréttamiðlum í Íran lést Haniyeh í loftárás í Teheran, höfuðborg Írans.

Í stöðugri baráttu

Sonur Haniyeh, Abdul Salam Ismail Haniyeh, segir að faðir sinn hafi afrekað það sem hann hafi  óskaði sér. „Við erum í stöðugri byltingu og baráttu gegn hernáminu,“ segir í yfirlýsingu hans. 

Haniyeh var búsettur í Katar. Hann hafði verið í samningaviðræðum við Ísraela um friðarsamninga á Gasa-svæðinu en þar hefur verið stríðsástand frá fjöldamorðum Hamas í Ísrael 7. október í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert