Watsons gæti beðið 15 ára fangelsi

Paul Watson gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi …
Paul Watson gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi í Japan. Ljósmynd/Paul Watson Foundation

Aðgerða- og umhverfissinninn Paul Watson, stofnandi bandarísku samtakanna Sea Shepherd, gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi í Japan eftir að hann var handtekinn samkvæmt alþjóðlegri handtökuskipun á Grænlandi fyrr í þessum mánuði.

The Guardian segir frá.

Samkvæmt japönsku strandgæslunni á Watson, sem einnig er einn af stofnendum Greenpeace, yfir höfði sér ákærur, þar á meðal fyrir aðild að líkamsárás og innrás í skip, eftir að hann var handtekinn samkvæmt alþjóðlegri handtökuskipun á Grænlandi.

Ákærurnar eiga rætur sínar að rekja til þess að samtökin Sea Shepherd Conservation Society fóru um borð í japanska hvalveiðiskipið Shonan Maru 2 í Suðurhafi í febrúar 2010.

Verður í haldi í Nuuk til 15. ágúst

Watson var handtekinn í Nuuk á leið sinni til að stöðva hvalveiðiskipið Kangei Marum í norðvesturhluta Kyrrahafsins, að sögn Paul Watson-samtakanna.

Watson verður í haldi í Nuuk til 15. ágúst á meðan Danmörk íhugar hugsanlegt framsal hans til Japans, að sögn stofnunarinnar. Honum var neitað um tryggingu á þeim forsendum að hann væri líklegur til að flýja.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur beðið dönsk yfirvöld um að framselja ekki Watson, sem hefur búið í Frakklandi síðastliðið ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert