Nafngreina árásarmanninn í Southport

Þrjár stúlkur létu lífið í árásinni.
Þrjár stúlkur létu lífið í árásinni. AFP/Peter Powell

Drengurinn sem sakaður er um að hafa orðið þremur börnum að bana í Southport á Englandi í vikunni heitir Axel Rudakubana. Hann er 17 ára gamall og verður 18 ára á miðvikudaginn í næstu viku. 

Dómstólar í Liverpool ákváðu í dag að birta nafn drengsins opinberlega. Breska blaðið Guardian greinir frá. 

Rudakubana er sakaður um að hafa myrt Alice Dasilva Aguiar, níu ára, Bebe King, sex ára og Elsie Dot Stancombe, sjö ára, með eldhúshnífi á mánudag.

Átta önnur börn særðust í árásinni, þar af eru fimm í lífshættu. Tveir fullorðnir særðust einnig alvarlega.

Nafnið birt vegna almannahagsmuna

Andrew Menary, dómari í Liverpool, segir óeirðirnar eftir árásina séu ein ástæða þess að það þjóni almannahagsmunum að nafn Rudakubana sé birt.

Sagði dómarinn einnig að ef nafn Rudakubana yrði ekki gert opinbert væri hætta á því að fleiri myndu nota tækifærið og halda áfram að dreifa röngum upplýsingum um árásina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert