Um­fangs­mikil fanga­skipti í Tyrk­landi

Evan Gershkovich og Paul Whelan.
Evan Gershkovich og Paul Whelan. AFP

Bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich og Paul Whelan, fyrrverandi liðsmaður bandaríska sjóhersins, voru hluti af umfangsmiklum fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands sem hafa nú þegar farið fram í Tyrklandi í dag. 

Reuters greinir frá.

Eru Gershkovich og Whelan sagðir hluti af 26 manna hópi sem var hluti af fangaskiptunum.

Tíu fangar hafi verið fluttir til Rússlands, 13 til Þýskalands og þrír til Bandaríkjanna en Tyrkir voru milliliðir í aðgerðinni. 

Dæmdir til 16 ára fyrir njósnir

Gershkovich, sem er 32 ára gam­all, var sakaður um að hafa verið að afla sér upp­lýs­inga um fram­leiðslu og starf­semi her­gagna­verk­smiðjunn­ar Uralvagonzavod í Úral­fjöll­um.

Hann hlaut 16 ára dóm fyrir njósnir en rússnesk yfirvöld sökuðu hann um að vinna fyr­ir banda­rísku leyniþjón­ust­una CIA

Whelan var hand­tek­inn 2018, sakaður um njósnir og dæmd­ur til 16 ára fang­elsis­vist­ar árið 2020. Hann var sakaður um að hafa verið með rík­is­leynd­ar­mál í fór­um sín­um en hann var með USB-lyk­il á sér þegar hann var hand­tek­inn.

Sagt er að á hon­um hafi fund­ist viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar, þar á meðal listi yfir nöfn sem ein­hverra hluta vegna áttu að fara leynt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert