Maduro ekki réttur sigurvegari að sögn Blinken

Antony Blinken segir González augljóslega hafa hlotið meirihluta atkvæða.
Antony Blinken segir González augljóslega hafa hlotið meirihluta atkvæða. AFP

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir sterk sönn­un­ar­gögn fyr­ir því að Nicolás Maduro sé ekki rétt­ur sig­ur­veg­ari í nýliðnum for­seta­kosn­ing­um í Venesúela.

Mik­il upp­lausn rík­ir í land­inu í kjöl­far kosn­ing­anna en Maduro hef­ur lýst yfir sigri í kosn­ing­un­um þvert á það sem út­göngu­spár og skoðanakann­an­ir bentu til.

„Í ljósi yf­ir­gnæf­andi sönn­un­ar­gagna er það Banda­ríkj­un­um og ekki síst fólk­inu í Venesúela ljóst að Ed­mundo Gonzá­lez Urrutia hlaut flest at­kvæði í for­seta­kosn­ing­un­um Venesúela þann 28. júlí,“ sagði Blin­ken. 

Íbúar Venesúela hafa mótmælt niðurstöðunum og hefur fjöldi fólks verið …
Íbúar Venesúela hafa mót­mælt niður­stöðunum og hef­ur fjöldi fólks verið hand­tek­inn. AFP

Fleiri dregið niður­stöðurn­ar í efa

Leiðtog­ar Suður-Am­er­íku­ríkja á borð við Bras­il­íu, Mexí­kó og Kól­umb­íu hafa hvatt yf­ir­völd í Venesúela til að birta öll gögn í tengsl­um við kosn­ing­arn­ar. Kína, Rúss­land og Íran hafa viður­kennt niður­stöðurn­ar og óskað Maduro til ham­ingju með sig­ur­inn.

Síðasta sunnu­dag til­kynnti lands­kjör­stjórn Venesúela, sem ein­ung­is er skipuð sam­flokks­mönn­um Maduros, að Maduro hefði sigrað kosn­ing­arn­ar og myndi því sitja sitt þriðja kjör­tíma­bil. Var niður­stöðunum strax mót­mælt af stjórn­ar­and­stöðunni með vís­an í kvitt­an­ir úr ra­f­ræn­um kosn­inga­vél­um sem þau höfðu aðgengi að.

Hafa íbú­ar Venesúela haldið á göt­ur út í kjöl­farið til að mót­mæla niður­stöðunum, en marg­ir segja kosn­ing­un­um hafa verið stolið.

Fjöldi fólks hef­ur verið hand­tek­inn fyr­ir borg­ara­lega óhlýðni. Maria Cor­ina Machado, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, hef­ur farið í fel­ur og kveðst ótt­ast um líf sitt vegna valda Maduros. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert