Yfirvöld á Havaí hafa komist að samkomulagi um fjögurra milljarða dollara sáttagreiðslu vegna mannskæðu gróðureldana sem urðu á Maui–eyju fyrir ári síðan.
Havaí–ríki, Maui–sýsla og orkuveita Havaí eru á meðal þeirra sem munu greiða fórnarlömbum eldanna bætur. Um 2.200 mál hafa verið höfðuð vegna hörmunganna.
„Þetta alþjóðlega samkomulag upp á 4 milljarða dollara mun hjálpa fólkinu okkar að ná fyrri styrk,“ sagði í yfirlýsingu Josh Green ríkisstjóra.
„Að komast að samkomulagi í máli líkt og þessu á innan við ári er fordæmalaust, og það verður gott að fólkið okkar þarf ekki að bíða til þess að endurreisa líf sitt líkt og margir aðrir hafa þurft að gera víða þar sem hörmungar hafa átt sér stað.“
Samningaviðræður tóku fjóra mánuði. Dómari þarf nú að samþykkja samkomulagið.
Þá á einnig eftir að finna lausnir á málum tryggingafélaga sem hafa þegar greitt út tjón af völdum eldanna.
Gróðureldarnir kviknuðu 8. ágúst og urðu um 800 hektarar þeim að bráð. Nærri hundrað manns létu lífið og þúsundir manna urðu heimilislaus.