Hætt við samkomulagið við skipuleggjanda 9/11

Khalid Sheikh Mohammed er talinn vera aðalskipuleggjandi árásarinnar 11. september …
Khalid Sheikh Mohammed er talinn vera aðalskipuleggjandi árásarinnar 11. september 2001. AFP

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur hætt við samkomulag við Khalid Sheikh Mohammed, skipuleggjanda árás­ar­inn­ar á Tví­bura­t­urn­ana 11. sept­em­ber 2001. Á miðvikudag var frá því að Mohammed hafi játað sök gegn því að verða ekki dæmdur til dauða.

Samkomulagið var gagnrýnt af aðstandendum fórnarlamba árásarinnar og háttsettum repúblikönum. 

„Ég hef ákveðið, í ljósi mikilvægis ákvörðunar um að gera samkomulag við ákærða áður en réttarhöld hefjast... ábyrgð slíkrar ákvörðunar á að liggja hjá mér,“ sagði í minnisblaði Austin sem var sent Susan Escallier, sem hefur yfirumsjón með málinu gegn Mohammed. 

„Ég afturkalla því samkomulagið sem þú undirritaðir þann 31. júlí 2024.“

Mohammed var handtekinn af Bandaríkjamönnum í Pakistan árið 2003. Frá árinu 2006 hefur hann dvalið í Guantanamo–fangelsinu. 

Khalid Sheikh Mohammed hefur verið í haldi í Guantanamo–fangelsinu frá …
Khalid Sheikh Mohammed hefur verið í haldi í Guantanamo–fangelsinu frá 2006. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert