Dómsuppkvaðning Hunter Biden viku eftir kosningarnar

Joe Biden Bandaríkjaforseti, systir hans, Valerie Biden Owens, og Hunter …
Joe Biden Bandaríkjaforseti, systir hans, Valerie Biden Owens, og Hunter Biden. AFP/Saul Loeb

Dómsuppkvaðning í máli Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta, fer fram 13. nóvember. Viku eftir forsetakosningarnar.  

ABC News greinir frá þessu en Biden var sakfelldur í júní í máli sem varðar kaup á skotvopni er hann var undir áhrifum fíkniefna árið 2018. 

Hann gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi, en þó er talið að hann muni ekki sitja í fangelsi þar sem um fyrsta brot er að ræða og ekki ofbeldisbrot. 

Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að náða ekki son sinn og að hann muni virða ákvörðun dómstólsins. 

Hunter Biden hefur einnig verið ákærður fyrir skattsvik og verður það mál höfðað í september. Hann neitar sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert