Dómsuppkvaðning Hunter Biden viku eftir kosningarnar

Joe Biden Bandaríkjaforseti, systir hans, Valerie Biden Owens, og Hunter …
Joe Biden Bandaríkjaforseti, systir hans, Valerie Biden Owens, og Hunter Biden. AFP/Saul Loeb

Dóms­upp­kvaðning í máli Hun­ter Biden, son­ar Joe Biden Banda­ríkja­for­seta, fer fram 13. nóv­em­ber. Viku eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar.  

ABC News grein­ir frá þessu en Biden var sak­felld­ur í júní í máli sem varðar kaup á skot­vopni er hann var und­ir áhrif­um fíkni­efna árið 2018. 

Hann gæti átt yfir höfði sér 25 ára fang­elsi, en þó er talið að hann muni ekki sitja í fang­elsi þar sem um fyrsta brot er að ræða og ekki of­beld­is­brot. 

Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur ít­rekað heitið því að náða ekki son sinn og að hann muni virða ákvörðun dóm­stóls­ins. 

Hun­ter Biden hef­ur einnig verið ákærður fyr­ir skattsvik og verður það mál höfðað í sept­em­ber. Hann neit­ar sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert