Harris og Trump þræta um kappræður

Kamala Harris og Donald Trump.
Kamala Harris og Donald Trump. AFP

Kamala Harris, vænt­an­leg­ur for­setafram­bjóðanda demó­krata, sagði Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana vera „hræddan“ eftir að hann lagði til breytingu á fyrirhuguðum kappræðum frambjóðendanna. 

Í gær greindi Trump frá því að hann hefði samþykkt að mæta Harris í kappræðum á Fox News þann 4. september.

Harris vill hins vegar kappræður á ABC News þann 10. september. Um þær hafði verið samið áður en Joe Biden Bandaríkjaforseti dró framboð sitt til baka. 

Trump hélt kosningafund í Atlanta í gær þar sem hann sagðist hafa „samþykkt“ áætlun Fox. Kappræðurnar færu fram fyrir áhorfendum í sal í Pennsylvaníu.

„Við ætlum að taka þátt í einum [kappræðum] á Fox, ef hún mætir,“ sagði Trump og bætti við: „Ég held að hún mæti ekki. Hún getur ekki talað.“

Trump á kosningafundinum í Atlanta í gær.
Trump á kosningafundinum í Atlanta í gær. Joe Raedle/Getty Images/AFP

Vonar að Fox bjargi honum

Kosningateymi Harris vísaði ummælum Trump á bug.

„Donald Trump er hræddur og er að reyna hætta við kappræðurnar sem hann samþykkti nú þegar og hlaupa strax til Fox News til þess að bjarga honum,“ sagði í yfirlýsingu Micheal Tyler, talsmanns Harris. 

„Hann þarf að... mæta til leiks á kappræðurnar sem hann hefur skuldbundið sig við 10. september.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert