Íhuga alvarleika apabólusmita

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.
Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar. AFP

Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), íhugar nú að setja saman nefnd sem á að ákveða hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólusmita í Afríku.

Frá því í september hafa smit aukist í Austur-Kongó vegna veirustofns sem greinst hefur í nálægum Afríkuríkjum.

Auka viðbrögð við faraldrinum

Ghebreyesus segir að heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna, sóttvarnastofnanir Afríku, sveitarfélög og aðrir samstarfsaðilar væru að auka viðbrögð sín vegna aukinna smita.

„Ég íhuga nú að kalla saman alþjóðlega heilbrigðisreglugerðarneyðarnefnd til að veita mér ráðgjöf um hvort að aukin dreifing á apabólu eigi að vera yfirlýst lýðheilsuvá á alþjóðavísu,“ segir Ghebreyesus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert