Malí slítur öllum tengslum við Úkraínu

Mótmælendur í Mali í Vestur-Afríku halda á borða sem segir: …
Mótmælendur í Mali í Vestur-Afríku halda á borða sem segir: „Takk Wagner“, eftir að Frakkar ákváðu að fara með herlið sitt, 19. febrúar 2022. AFP

Talsmaður Afríkuríkisins Malí hefur tilkynnt um að slíta eigi öllum diplómatískum tengslum við Úkraínu.

Abdoulaye Maiga, ofursti í Malí, segir ástæðuna vera að háttsettur úkraínskur embættismaður hafi viðurkennt þátt Úkraínumanna í mannskæðum bardaga á milli malíska hersins gegn aðskilnaðarsinnum og trúarofstækismönnum, sem Malí tapaði, í síðasta mánuði.

Liðsmenn rússneska málaliðahópsins Wagner voru meðal þeirra sem létu lífið í ósigrinum sem í norðurhluta landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert