Tæplega 40.000 drepnir

Átök hafa nú verið í tæpa 10 mánuði í Gasa …
Átök hafa nú verið í tæpa 10 mánuði í Gasa og valdið rúmlega 40.000 dauðsföllum. AFP

Að minnsta kosti 39.583 manns hafa verið drepnir frá því stríðið hófst á Gasa fyrir tæpum 10 mánuðum síðan.

Þetta segja nýjustu tölur frá heilbrigðisráðuneytinu í Gasa sem rekið er af hryðjuverkasamtökunum Hamas. 

Kemur þá einnig fram að 33 dauðsföll hafa orðið á undanförnum sólarhring.

91,398 manns hafa særst á Gasasvæðinu síðan stríðið byrjaði eftir hryðjuverkaárás Hamas 7. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert