Eldflaugaárás á Bandaríkjaher í Írak

Vígahreyfingar hliðhollar írönskum stjórnvöldum hafa ráðist á herstöðvar að undanförnu.
Vígahreyfingar hliðhollar írönskum stjórnvöldum hafa ráðist á herstöðvar að undanförnu. AFP

Vígasveitar hliðhollar írönskum stjórnvöldum skutu nú fyrir skömmu fjölda eldflauga að Ain al-Assad herstöðinni í Írak, þar sem bandarískar hersveitir halda til.

Árásin á herstöðina kemur í kjölfar loftárásar Bandaríkjahers þar sem fjórir vígamenn hliðhollir Írönum féllu. 

Einhverjar eldflaugar höfnuðu innan herstöðvarinnar, en að sögn AFP fréttastofunnar, sprakk að minnsta kosti ein eldflaugin í nærliggjandi þorpi, þó að ekki sé talið að neinn hafi fallið í árásinni.

Óljóst er hver nákvæmlega stóð að baki árásinni, en engin hefur enn lýst yfir ábyrgð á henni. Árásir sem þessi hafa þó færst í aukana eftir að átökin milli Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas hófust í október síðastliðnum. Margir óttast nú að Íranar muni beina spjótum sínum að Ísrael þar sem þeir hafa heitið því að hefna fyrir morðin á æðstu leiðtogum Hamas og Hisbollah.

Árásir aukast á ný

Íslamskar hryðjuverkahreyfingar í Írak eru sem fyrr segir í lauslegu bandalagi við fleiri hópa sem hliðhollir eru Íran, en þær hafa réttlætt árásir sýnar á grundvelli samstöðu með Palestínumönnum á Gasa.

Í janúar létust þrír bandaríska hermenn í drónaárás á herstöð í Jórdaníu, en í hefndarskyni hófu bandarískar hersveitir umfangsmiklar gagnárásir gegn vígahreyfingum íranskra stjórnvalda. 

Síðan þá hefur dregið úr árásum á bandaríska hermenn á átaksvæðum í Mið-Austurlöndum, en um 2.500 bandarískir hermenn eru í Írak og 900 í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert