Forsætisráðherra Bangladess segir af sér

Sheik Hasina hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra Bangladess.
Sheik Hasina hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra Bangladess. AFP

Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti í kjölfar mikilla óeirða þar í landi. Hún hefur flúið frá höfuðborginni Dhaka.

Fleiri hundruð þúsund mót­mæl­enda í Bangla­dess hafa að und­an­förnu krafðist af­sagn­ar Hasina og sakað hana um spillingu í starfi, en hún flúði land í morgun þegar þúsundir mótmælenda brutust inn á heimili hennar. 

Mótmælendur brutust inn á heimili Sheikh Hasina í dag.
Mótmælendur brutust inn á heimili Sheikh Hasina í dag. AFP

Óeirðir náðu hápunkti í gær

Mikil ólga hefur ráðið ríkjum í Bangladess síðan í júlí, en þá hófust mótmæli stúdenta gegn kvótakerfi í landinu. Kerfið veit­ir ætt­ingj­um her­mann­anna greiðari aðgang að rúm­lega helm­ingi op­in­berra starfa. 

Mótmæli gærdagsins voru sú blóðugustu en að minnsta kosti 94 létu lífið vegna þeirra. Útgöngubann tók gildi í Bangladess síðdegis í gær og var lokað fyrir aðgang að interneti víða í landinu til að sporna við frekari mótmælum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert