Hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar

Mike Burgess, yfirmaður áströlsku leyniþjónustunnar.
Mike Burgess, yfirmaður áströlsku leyniþjónustunnar. AFP

Áströlsk yfirvöld hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar úr „mögulegri“ í „líklega“ vegna aukinnar „öfgafullrar hugmyndafræði“ innan ríkisins. 

Mike Burgess, yfirmaður áströlsku leyniþjónustunnar, sagði ekkert benda til „yfirvofandi árásar“, en að aukin hætta væri á ofbeldi á næstu tólf mánuðum. 

Á blaðamannafundi sagði hann öryggi Ástralíu vera óstöðugra og óútreiknanlegra.

Aukin skautun í samfélaginu

„Þið hafið margoft heyrt mig segja að njósnir og erlend afskipti séu okkar helstu áhyggjur er kemur að öryggi... upplýsingar leyniþjónustunnar benda til þess að það sé ekki lengur rétt,“ sagði Burgess og nefndi í þessu samhengi ógnina sem stafar af öfgafullri hugmyndafræði.

Hann sagði róttækni vera aukast á meðal Ástrala og skautun í samfélaginu. 

Fyrr á árinu bárust fréttir af nokkrum stunguárásum í Ástralíu, þar á meðal árás sem varð sex að bana í verslunarmiðstöð í Sidney. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert