UNRWA telur starfsmenn hafa átt aðild að árásinni

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu-þjóðanna.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu-þjóðanna. AFP

Sam­einuðu þjóðirn­ar til­kynntu í dag að níu starfs­menn Palestínuflótta­manna­hjálp­ar­inn­ar (UN­RWA) hefðu „að öll­um lík­ind­um“ átt aðild að stór­felldri hryðju­verka­árás Ham­as á Ísra­el, þann 7. októ­ber 2023, þar sem hátt í 1.200 voru myrt­ir, og á þriðja hundrað gísl­ar tekn­ir.

Haft er eft­ir Far­h­an Haw, tals­manni Sam­einuðu þjóðanna, í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar, að stofn­un­in hafi nú áreiðan­leg gögn und­ir hönd­um sem sýni þetta, en starfs­menn­irn­ir níu hafa all­ir verið rekn­ir frá stofn­un­inni. 

Í fe­brú­ar fyrr á þessu ári sögðust Ísra­el­ar hafa sann­an­ir fyr­ir því að starfs­menn UN­RWA hefðu tekið þátt í árás Ham­as, en í kjöl­farið frystu mörg ríki tíma­bundið fjár­stuðning sinn til stofn­un­ar­inn­ar, þar á meðal ís­lensk stjórn­völd.

Mörg ríki hófu þó fjár­stuðning sinn við UN­RWA á ný eft­ir að rann­sókn á ásök­un­um Ísra­ela hófst, en í júní á þessu ári til­kynnti Ásmund­ur Ein­ar Daðason, barna- og mennta­málaráðherra, um að ís­lensk stjórn­völd myndu hækka fjár­fram­lög til stofn­un­ar­inn­ar um 100 millj­ón­ir á þessu ári.

Sam­an­lögð fram­lög Íslands til stofn­un­ar­inn­ar munu því nema um 290 millj­ón­um króna í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka