Leiðtogi Hesbolla heitir hefndum

Hassan Nasrallah í sjónvarpsávarpi sínu í júní.
Hassan Nasrallah í sjónvarpsávarpi sínu í júní. AFP

Hassan Nasrallah, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbolla í Líbanon, segir samtökin og Íran skyldug að bregðast við árásum Ísrael eftir að háttsettur leiðtogi Hesbolla, Fuad Shukr, og leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hamas, Ismail Haniyeh, voru felldir í síðustu viku.

Ísrael og Hesbolla hafa skipst daglega á skotum yfir landamæri Ísraels og Líbanons í kjölfar árásar Hamas á Ísrael þann 7. október.

Nasrallah segir Írana telja sig vera skylduga að bregðast við með viðeigandi hætti og hét hefndum í sjónvarpsávarpi í dag, „hverjar svo sem afleiðingarnar verða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert