Of ölvaður til að muna eftir árásinni á Frederiksen

Maðurinn neitar sök.
Maðurinn neitar sök. AFP/James Brooks

Pólskur karlmaður sem er sakaður um að hafa þann 7. júní slegið Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kveðst ekki muna eftir atvikinu sökum ölvunar.

Vænta má niðurstöðu í máli mannsins á miðvikudaginn.

Hætta á brottvísun

Maðurinn sem er 39 ára bar vitni í eigin máli frammi fyrir dómstólum í morgun, þar sem hann neitaði sök. 

Samkvæmt vitnisburði mannsins man hann eftir því að hafa mætt Frederiksen, en man ekki eftir því að hafa slegið hana. 

Eina sem hann muni sé að hafa mætt henni og síðan verið handtekinn.

Maðurinn hefur búið í Danmörku í fimm ár og hefur þegar verið ákærður fyrir fjölda brota á borð við fjársvik og fyrir að bera sig á almannafæri. 

Hann á í hættu á að vera vísað úr landi eða vistaður í fangelsi verði hann fundinn sekur. 

Talaði óskiljanlega

Frederiksen ber ekki vitni í málinu en tveir öryggisverðir hennar báru vitni.

Annar þeirra lýsti miklu fjölmenni daginn sem að atvikið á að hafa átt sér stað og að maðurinn hefði gengið í átt að Frederiksen, talað óskiljanlega og slegið hana í öxlina. 

Anders Larsson, sérstakur saksóknari, vakti athygli á því að maðurinn hefði áður verið sektaður fyrir þjófnað og skemmdarverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert