Starmer heitir hörðum viðbrögðum

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AFP/Henry Nicholls

Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, hét því í gær að þeir sem hefðu staðið að óeirðum síðustu daga í Bretlandi myndu þurfa að mæta réttvísinni og það fljótlega. Lögreglan í Bretlandi tilkynnti í gær að 378 hefðu verið handteknir síðan óeirðirnar hófust fyrir viku, og að gert væri fastlega ráð fyrir því að þeim myndi fjölga á næstu dögum eftir því sem borin væru kennsl á fleiri óeirðaseggi.

Kveikjan að óeirðunum var hnífstunguárásin í Southport á mánudaginn í síðustu viku, en þar voru þrjú börn stungin til bana af Axel Rudakubana, 17 ára gömlum manni. Fljótlega fóru á kreik flökkusögur um uppruna árásarmannsins og trúarbrögð, þar sem hann var sagður vera hælisleitandi og íslamstrúar. Rudakubana er sonur innflytjenda frá Rúanda, en er sjálfur breskur þegn, fæddur og uppalinn í Cardiff í Wales.

Réðust á húsnæði hælisleitenda 

Óeirðaseggir hafa kastað múrsteinum og blysum, ráðist á lögreglumenn, brotið rúður í bílum og heimilum og farið með ránum og gripdeildum vítt og breitt um Bretland. Þá hafa minnst tvö hótel, þar sem hælisleitendur var að finna, orðið fyrir barðinu á óeirðaseggjunum undanfarna viku, auk þess sem gerður hefur verið aðsúgur að moskum.

Verstu aðfarirnar um helgina voru á sunnudaginn í Rotherham í norður-Englandi, en þar réðst æstur múgur á hótel sem hefur verið notað til að hýsa hælisleitendur. Særðust að minnsta kosti 12 lögregluþjónar í átökum við um 500 óeirðaseggi og var einn lögregluþjónanna sleginn í rot.

Lögreglan í Bretlandi hefur sagt að ofbeldi liðinnar viku megi einkum rekja til fólks sem væru fyrrverandi meðlimirensku þjóðernisöfgahreyfingunni English Defence League, EDL, en hún lagði nýverið upp laupana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert