Úrskurðuð látin eftir árás Hamas

Árásirnar áttu sér stað á Ísrael aðfaranótt 7. október.
Árásirnar áttu sér stað á Ísrael aðfaranótt 7. október. AFP/​Mahmud Hams

Ísraelsher hefur staðfest að Bilha Yinon, 76 ára gömul kona, sem var saknað eftir árás a Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október, sé látin.

Yinon var sú eina sem enn var saknað eftir árásina. Alls létu um 1.200 Ísraelar lífið í árásum Hamasliða. Þá tók Hamas einnig með sér 251 gísl yfir á Gasa. Af þeim eru 111 ennþá þar en af þeim hafa 39 verið taldir af.

Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir að tæplega 40 þúsund manns hafi látið lífið á Gasasvæðinu frá því Ísraelsher réðist þar inn í október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert