Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, Tedros Adhanom Ghebreyesus, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að stofnunin hyggist senda rúmlega milljón skammta af bóluefni fyrir mænusótt til Gasa.
Mænusótt, eða lömunarveiki, smitast mjög auðveldlega og getur meðal annars borist með vatni.
Sjúkdómurinn hefur einmitt fundist í skólpi í borginni en íbúar hennar glíma nú við mikinn skort á drykkjarvatni.