Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Danmörku fyrir meiriháttar líkamsmeiðingar gegn opinberum starfsmanni, þar sem hann réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana í júní.
Verður honum einnig vísað úr landi og gert að sæta endurkomubanni í sex ár.
Þá er hann einnig dæmdur fyrir blygðunarsemisbrot þar sem hann hefur nokkrum sinnum berað sig fyrir ungum konum í þeirra óþökk, að sögn dómara.
DR greinir frá.
Hinn 39 ára pólverji réðst á forsætisráðherrann á Kolatorginu í Kaupmannahöfn í byrjun júní en hann neitaði sök og bar fyrir sig minnisleysi þegar hann var dreginn fyrir dóm.
Frederiksen bar sjálf ekki vitni í málinu. Talið er að maðurinn hafi ráðist á Frederiksen vegna þess að hún er forsætisráðherra, þó hvötin á bak við árásina sé ekki endilega talin pólitísk.
„Við leggjum áherslu á sérkenni og grófleika hlutanna og að árásin gegn forsætisráðherranum hafi verið framin í hans frítíma.“
Maðurinn sagðist ekki ætla að áfrýja dómnum þegar dómari hafði lokið máli sínu.